Færsluflokkur: Bloggar

Alltaf hlýtt í Kópavogi

Það er kannski ekki jafn gott veður hjá okkur hérna fyrir sunnan, en það er meira stuð Wink. Við hvetjum alla til að koma sér inn í hlýjuna á Players um helgina.

Í kvöld verður Ingó "Bahama" í framlínunni með Magna og þeir munu syngja saman nokkra vel valda sumarsmelli, en á morgun verðum við einir og óstuddir - en í banastuði Smile

 


mbl.is Næstum óraunveruleg veðurspá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Players alla helgina!

áms players3


Players um helgina

Við verðum á Players alla helgina.

Föstudagskvöldið 22. maí verður sérstakt sumarsmellakvöld. Veðurguðinn Ingó verður í framlínunni með Magna og saman renna þeir í gamla og nýja sumarsmelli, m.a. Bahama sem allir eru með á heilanum þessa dagana! Á barnum verður tilboð á Sex on the beach og fleiri sumarkokkteilum Cool

Laugardagskvöldið 23. maí erum við svo einir á ferð, en í banastuði. 

Sjáumst.


Sumarið er tíminn

Komiði sæl.

Nú er að verða ljóst hvar við spilum í sumar, það verða ekki mjög margar helgar þar sem mestur tími okkar mun fara í að taka upp nýja plötu sem við ætlum að gefa út fyrir jólin. Árin var fyrsti singull þeirrar plötu, ekki amaleg byrjun það, og svo fer næsta lag að koma. Það fer vonandi í loftið í kringum næstu mánaðamót. Við látum ykkur vita Wink.

Dagskráin í maí er c.a. svona:

Við verðum í Vestmannaeyjum um næstu helgi, laugardaginn 17. maí, mjög gaman að segja frá því.

Föstudagurinn 23. maí: Players (hugsanlega ásamt Ingó og Veðurguðunum)

Föstudagurinn 30. maí: Grundarfjörður, Sjómannaball.

Laugardagurinn 31. maí: Grindavík, Sjómannaball.

Góða skemmtun Smile.

 

 


Ste

Hann á afmæli í dag, hann á afmæli í dag hann á afmæli sjálfur hann á afmæli í dag...

 Sonur heiðurshjónanna Þórhalls Hróðmarssonar og Önnu Jórunnar Stefánsdóttur, Stefán Ingimar Þórhallsson á afmæli í dag 30. apríl. Til hamingju með það elsku kallinn. Ekki nóg með að trommuleikari hljómsveitarinnar eigi afmæli í dag heldur átti Heiðar bróðir afmæli í gær. Sumir mundu eftir því, en ekki afmælinu hans Stebba. Margt skrítið á þessum degi, deginum fyrir alþjóðlegan frídag verkamanna. Það er t.d. greinilegt að snobbliðið Tsjelsí eru miklu meira að vinna í dag heldur en á morgun. En hvað um það? 

 Eins og áður minnum við Heimi á að við erum að spila á laugardaginn, ekki eins og hann muni mæta. Frekar en Jónas.

 

Andinn í glasinu er japanskur, frá Nikka. Hljómar ekki vel, en bragðast vel. Einmöltungur "YOICHI"

  Sævar     

 

 


Blátt áfram

Við komum fram á tónleikum til styrktar Blátt áfram þann 8.maí n.k. á NASA við Austurvöll.

"Blátt Áfram eru sjálfstæð félagasamtök og er tilgangur samtakanna að efla forvarnir gegn kynferðislegu ofbeldi á börnum á Íslandi." 

 http://www.blattafram.is

 Þeir sem koma fram eru - ásamt okkur - Sálin, Ný dönsk, Nylon o.fl.  Sjáumst þar :)

Magni 

SkjaAugl_280408_720p 


Players laugardagskvöld

Við verðum á Players laugardagskvöldið 19. apríl, eftir 2 daga. Ekki missa af því Heimir!

Uppselt í Danmerkurferðina!

Hópferð Express ferða á lokahátíð Gangarts Cup í Danmörku, þar sem við sláum botninn í dagskrána með íslensku hestamannaballi, hefur fengið frábærar viðtökur. Það er með öllu uppselt í ferðina, og okkur skilst að ekki sé hægt að bæta við fleiri sætum. Þó er rétt að fylgjast með á vef Express ferða, það er aldrei að vita hvað þeir ná að galdra fram úr hestahattinum. http://www.expressferdir.is/viewtrip.php?idt=843

Þeim sem eru í Danmörku, eða geta komið sér þangað, er bent á að ennþá er hægt að kaupa miða á hátíðina á vef mótsins: http://www.gangartscup.dk/


Heimir á afmæli í dag

Hann á afmæli í dag

hann á afmæli í dag

hann á afmæli hann Heimir

hann nennir engu í dag.

 

Til hamingju með afmælið elsku Heimir.

 Kveðja frá strákunum þínum, öllum.

 

Fólk sem vill senda honum árnaðaróskir er bent á latur.blog.is

 


Uppi á velli

Við strákarnir vorum að spila á alveg stórskemmtilegu grunnskólaballi í gærkvöldi. Á ballinu voru krakkar úr Reykjanesbæ og rallið haldið í húsnæði sem tilheyrði bandaríska hernum á varnarsvæðinu. "Sjéntilmaðurinn" sem er hvað hrifnastur hljómsveitarmeðlima af Ameríku var heldur kátur með staðsetninguna. Hann hafði með sér dali og straumbreyti svo allt væri í glansi.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband