Færsluflokkur: Bloggar
27.6.2008 | 17:33
Videoblogg
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
27.6.2008 | 11:13
Danmörk, dagur 4 - Nýja lagið komið út
Nýja lagið okkar var frumflutt í þætti Ívars Guðmundssonar á Bylgjunni núna rétt áðan. Lagið heitir Til Þín og er eftir Magna. Hér í spilaranum til hliðar er hægt að hlusta á lagið.
Góða skemmtun.
Bloggar | Breytt 28.6.2008 kl. 15:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
26.6.2008 | 18:43
Danmörk - dagur 3, nýtt lag
Þá er dagur að kveldi kominn hér á Jótlandinu góða. Við höfum verið mjög duglegir í dag, Stebbi hefur verið í aðalhlutverki og er búinn að tromma grunna í 4 lög. Nú er Baldvin að leggja lokahönd á nýtt lag sem verður frumflutt í útvarpi á morgun, nánar tiltekið í þætti Ívars Guðmundssonar á Bylgjunni. Lagið er eftir Magna og heitir Til þín.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.6.2008 | 23:00
Danmörk - Dagur 2
Þetta er nú eiginlega dagur eitt, þó að við höfum komið í gær. Við byrjuðum að vinna í dag, erum búnir að sækja trommusett og stilla því upp, taka sánd og renna í lögin sem við ætlum að taka upp. Formlegar upptökur hefjast svo á morgun. Nú eru komnar fyrstu myndir af upptökuferlinu inn á síðunni. Albumið heitir Lundgaard.
Skál!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.6.2008 | 23:07
Danmörk
Þegar þetta er ritað sitjum við í Lundgaard studio á Jótlandi og gerum okkur klára fyrir upptökutörn næstu daga. Við verðum hér fram í miðja næstu viku að taka upp efni á plötuna okkar, sem við stefnum á að komi út 9.nóvember. Á morgun munum við klára að mixa nýtt lag sem við sendum frá okkur í lok vikunnar.
Það er gaman að segja frá því að "Íslandsvinurinn" Johnny Logan er líka að vinna hérna. Hann var að skreiðast í háttinn, eftir mikla sögustund. Stórskemmtilegur náungi.
Við ætlum að reyna að vera duglegir að blogga meðan við erum hérna, jafnvel setjum við eitthvað hljóð- og myndefni inn. Þið verðið vonandi dugleg að fylgjast með.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.6.2008 | 22:25
Upptökur - NASA - Danmörk
Það er ekki hægt að segja að við sitjum aðgerðalausir eins og ráðamenn þjóðarinnar þessa dagana.
Við erum búnir að eyða síðustu dögum í stúdíói við að taka upp næsta "singul" eða næsta lag í spilun og fer afraksturinn vonandi í spilun í næstu viku.
- n.k. mánudagskvöld fer bandið síðan í víking til Danaveldis til að taka upp næstu breiðskífu okkar - þá 8? í röðinni. Vonum við að gengi okkar verði betra en krónunnar og að við komum heim með masterpís.
Þess má geta að það er planið sem lagt er upp með...
...reyndar lögðu Svíar líka upp með að vinna EM en okkar plan er aðeins hófstilltara...
Sjáumst síðan á NASA annað kvöld!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.6.2008 | 11:53
Nasa á föstudaginn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.6.2008 | 15:16
Sumir í útlöndum aðrir að sinna sínum málum
Komið þið sæl.
Heimir og Þórir spóka sig nú í útlöndum, Stefán leitar að húsi á skjálftasvæðinu, Magni sinnir sauðburði og undirbýr tónleika með Damien Rice, Eivöru Páls og sjálfum sér. Sjálfur var ég að koma úr IKEA. Læt hér fylgja með mynd. Sprittkertastjaki - einnig fyrir sprittkerti! Stundum er maður bara ekki alveg nógu... hm ha? Sævar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.6.2008 | 06:55
Takk fyrir þetta skrall
Sælt veri fólkið, við viljum þakka þeim fjölmörgu sem skemmtu sér með okkur þessa helgi. Á Grundarfirði fórum við í hina klassísku grillveislu The Jobbas, sem var glæsileg að vanda. Skötuselurinn sem aldrei fyrr. Þúsund þakkir Steini og fjölskylda.
Eins viljum við þakka krökkunum í Borgarnesi(Óðal) fyrir frábæra skemmtun flottir krakkar með stuð í hjarta.
Þeir fjölmörgu sem voru mættir á sjóarann síkáta(sífulla) takk fyrir skemmtilegan rússíbana.
En fyrst og síðast maður helgarinnar Herra GSS '87 Steinar Erlingsson. Blikandi stjarna, ég vona að Heimir setji inn (á þetta blogsetur) myndbandið af leikþætti Steinars, "Gunnar í Byrginu tekur þátt í leiksýningu". Þó svo að Brigir Örn sé starfsmaður mánaðarins dag eftir dag, þá stal Steinar endurtekið senunni þessa helgi.
En að alvarlegri málum, þú sem stalst Trabbanum af gítarmagnaranum á Players, það er eins gott fyrir þig að fara að skila honum. Þú getur haft sambandi við mig í gegnum athugasemdakerfi þessarar síðu. Skilaðu Trabantinum! Ég þekki mann sem þekkir Einar Ágúst og hann þekkir menn sem geta...
Í guðsbænum skilaðu trabbanum, Heimir gaf mér hann og hann er mér mjög kær. Ég veit að Birgir Örn hefur misst úr svefn vegna þessa.
Sævar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
26.5.2008 | 22:57
Sjómannadagshelgin!
Við erum kannski landkrabbar en við kunnum að samgleðjast hetjum hafsins og vinum þeirra.
Næstu helgi verðum við á faraldsfæti -
Föstudagur 30.maí - Félagsheimilið á GRUNDARFIRÐI!
Laugardagur 31.maí - Festi GRINDAVÍK!
...læt þetta síðan fylgja með upp á lúkkið ;)-
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)