Færsluflokkur: Bloggar
19.7.2008 | 22:06
Ingólfsfjall
Það er alveg merkilegt með selfyssinga. Þarna samdi Ingólfur Þórarinsson lagið Bahama og selfyssingar skýrðu fjallið Ingólfsfjall. Það er ekki einu sinni bontlangi í Hveragerði sem heitir eftir okkur strákunum.
Ég bara skil þetta ekki.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
15.7.2008 | 13:26
Myndbönd úr Hvíta Húsinu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.7.2008 | 13:28
Frábært ball
Þökkum sunnlendingum fyrir frábæra skemmtun í Hvíta Húsinu á laugardaginn. Myndir og myndbönd frá ballinu koma inn á síðuna í dag eða á morgun.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.7.2008 | 17:46
Hvíta Húsið á laugardaginn
Laugardaginn 12. júlí verðum við í Hvíta Húsinu á Selfossi. Hvíta Húsið opnar einmitt þann dag, eftir lítilsháttar breytingar og af því tilefni verður keppnin um sumarstúlku Suðurlands endurvakin. Haffi Haff, Svartasker og DJ. Búni munu hjálpa okkur með stuðið.
Skál!
Bloggar | Breytt 11.7.2008 kl. 16:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
4.7.2008 | 17:35
Komnir heim
Þá erum við komnir heim úr gríðarhressandi dvöl í Danmörku. Ekki er hægt að segja annað en Ísland taki vel á móti okkur, a.m.k. sá hluti landsins sem við búum á, því hér er rjómablíða .
Við förum okkur hægt um helgina, en um næstu helgi, nánar tiltekið laugardaginn 12. júlí opnar Hvíta Húsið á Selfossi eftir stutt breytingaskeið og þar munum við verða í okkar albesta formi, enda orðnir hungraðir í að spila.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.7.2008 | 16:21
Danmörk - Tirsdag
Þá er Týsdagur runninn upp á Jótlandi, sem og á flestum stöðum í heiminum. Dagurinn hefur farið vel í okkur, sumir hafa verið hressir án þess að gera neitt, aðrir hafa verið gríðarhressir og gert helling. Það er nú það. Nú er komið að fjórða þætti í þættinum indkig-indkig, og nú er komið að því að skoða aðalatriðið, þ.e.a.s. stúdíóið sjálft. Við erum í stúdíó 1 sem er eitt fullkomnasta stúdíó í Skandinavíu allri, en til gamans (og monts) má geta þess að Johnny Logan vinnur í stúdíói 2. Hehehe. Nú er klukkan orðin hálfsjö hjá okkur og farið að styttast í aftensmad.
Hér til hliðar er kominn fjórði þáttur í indkig-indkig.
Njótið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.6.2008 | 21:09
Danmörk - Mánudagur
Viðburðaríkur mánudagur hér á Jótlandi er nú að kveldi kominn. Ó já. Dagurinn í dag hefur farið í eitt og annnað; Heimir og Sævar fóru í innkaupaferð til Kolding í morgun, m.a. að kaupa harðan disk í tölvuna hans Heimis sem gafst upp á látunum hér ytra í gær. Baldvin kom síðan tölvunni í gagnið af sinni alkunnu snilld, milli þess sem hann stjórnaði upptökum á bassa, gítar og Rhodes-píanói.
Matseðill dagsins var sem hér segir:
Morgunmatur: Rúnstykki, ostar, skinka, salami og allskonar dót.
Hádegismatur: Hlaðborð að hætti hússins; smörrebröd, pylsur og fleira gott.
Kvöldmatur: Purusteik með öllu tilheyrandi.
Eins og sjá má á þessari upptalningu hefur ekki væst um okkur í dag, frekar en hina dagana. Til að undirstrika það hvað við höfum það gott hérna eru nú komnir inn á síðuna tveir næstu þættirnir okkar í Innlit-innlit, eða indkig-indkig eins og við kjósum að kalla það. Það eru semsagt 2 nýjustu myndböndin á síðunni.
Venlig hilsen, Pia Nielsen.
Bloggar | Breytt 1.7.2008 kl. 13:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.6.2008 | 16:52
Danmörk - Sunnudagur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.6.2008 | 21:07
Danmörk - laugardagskvöld
Þá er laugardagur að kveldi kominn í Danaveldi. Við höfum verið duglegir í dag, eins og hina dagana, erum að taka upp gítara, semja texta og snurfusa lögin. Aðstaðan hér í Lundgaard er eins og best verður á kosið og til að sýna ykkur aðeins hvað við erum að tala um ætlum við að sýna aðstöðuna í komandi videobloggum. 1. "aðstöðubloggið" er nú komið inn á síðuna, fleiri síðar .
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.6.2008 | 15:22
Danmörk - Dagur 5
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)