Færsluflokkur: Bloggar

Á móti sól -

Hér er færsla eins af meðlimum hljómsveitarinnar. Hljómsveitin kemur saman öll þriðjudags og mánudagskvöld í Eden. Þeir sem vilja hitta meðlimi komi í litlu Kaffistofuna fimmtudags-og miðvikudagsmorgna.

Góðar stundir


Árnes á föstudaginn

Eins og fram hefur komið er hið árlega réttaball í Árnesi núna á föstudaginn og við hlökkum mikið til, enda alveg ótrúlega gaman að spila í þessu fornfræga húsi. Við höfum verið spurðir hvort sætaferðir verði í boði á ballið, en því getum við ekki svarað. Hinsvegar bendum við fólki á að hringja í G. Tyrfingsson í síma 482-1210 og kanna málið. Það getur vel verið að þeir verði með einhverjar ferðir, sérstaklega ef margir hringja til að kanna málið.

Við höfum einnig lofað akstursleiðbeiningum og við ætlum að reyna okkar besta til að gefa þær:

Flest ykkar ættu nú að rata á Selfoss, þannig að við reynum að vísa veginn þaðan.

Þið keyrið út úr bænum í austurátt. Semsagt með KFC og Byko á hægri hönd og Europris á þá vinstri. Eftir þeim ágæta vegi þeysiði í austur í svolitla stund (10-15 km c.a.) þar til þið komið að Skeiðavegamótum (þjóðvegur nr. 30). Þar er beygt til vinstri og brunað beina leið upp Skeið. Þegar þið eruð komin framhjá sundlauginni í Brautarholti þá er óhætt að fara að líta í kringum sig því ekki svo löngu síðar er kominn tími til að beygja til hægri inn á Þjórsárdalveg, sem er þjóðvegur nr. 32. Þann veg keyriði varlega í 7-8 km. c.a. þangað til þið komið í Árnes. Félagsheimilið Árnes er stórt hvítt hús á vinstri hönd við þjóðveginn og við afleggjarann er sjoppa, þannig að þetta ætti ekki að fara fram hjá neinum.  

Sjáumst Smile


Réttaball í Árnesi

Næsta mál á dagskrá hjá okkur er hið árlega réttaball í Árnesi, en það verður haldið föstudaginn 12. september. Nánar síðar.

Sögulegt ball í Sandgerði

Á laugardaginn spilum við á balli í samkomuhúsinu í Sandgerði, en ballið er liður í Sandgerðisdögum sem er árleg stórhátíð Sandgerðinga og nærsveitunga. Sandgerði er nú enginn smáhreppur, með Flugstöð Leifs Eiríkssonar í frontinum og þar af leiðandi helstu þjóðir heims sem nágranna. Það má því búast við fjölmenni í samkomuhúsinu á laugardaginn og líklega hægt að gera margt vitlausara en að tryggja sér miða á mannfagnað þennan í forsölu, en forsala aðgöngumiða fer fram í Listatorgi, Sandgerði. Miðaverð er 2000 krónur og aldurstakmark 20 ár. DJ. Atli hitar mannskapinn upp og niður, eins og honum einum er lagið.

Annars er gaman að segja aftur frá því að þessi dansleikur er sögulegur fyrir þær sakir að það var einmitt í samkomuhúsi Sandgerðinga sem hljómsveitin Á móti sól steig sín fyrstu skref á sveitaballamarkaðnum, í marsmánuði 1996. Þessu hyggjumst við fagna á alla mögulega vegu og getum lofað frábærri skemmtun. Þeir sem geta sannað það með óyggjandi hætti að hafa verið á umræddu balli í marsmánuði 1996 eiga möguleika á að fá frítt inn og ekki er heldur ólíklegt að einhverjir heppnir geti krækt sér í miða á ballið á Bylgjunni, en Bylgjan verður einmitt á staðnum.
Sjáumst í Sandgerði - Nefndin

  


Sandgerðisdagar 30. ágúst

...eru næstir á dagskrá hjá okkur. Þá verðum við með ball í Félagsheimilinu í Sandgerði, en það er gaman að segja frá því að einmitt í því húsi kom hljómsveitin í fyrsta skipti fram opinberlega! Síðan eru liðin rúm 12 ár Smile. Við munum fagna því á alla mögulega vegu.

Við vitum til þess að það sé einhver forsala í gangi, eða um það bil að fara í gang, en erum ekki með á hreinu hvar hún er. Það eina sem við vitum er að það verður hægt að vinna örfáa miða á ballið á Bylgjunni og það verður alveg hrikalega gaman. Sjáumst!


Blómstrandi dagar

Þá er loksins komið að því að við spilum í heimabænum okkar! Á laugardaginn spilum við í Íþróttahúsinu í Hveragerði, í tengslum við bæjarhátíðina Blómstrandi daga! Nánari upplýsingar á www.blomstrandidagar.is Sjáumst!

Valaskjálf á laugardaginn

Við verðum í Valaskjálf á Egilsstöðum á laugardaginn (9. ágúst). Það er orðið ansi langt síðan við spiluðum þar síðast, satt að segja erum við ekki alveg með það á hreinu Blush.

En hvað sem því líður, þá lofum við að vera í banastuði á laugardaginn, enda er Valaskjálf eitt af okkar uppáhaldshúsum.

Sjáumst!


Þórir á afmæli, lalalalalala!

Enn eitt afmælið í áms-fjölskyldunni er gengið í garð. Nú er röðin komin að Þóri litla! Það verður væntanlega sungið fyrir hann í brekkunni í kvöld, það hefur gerst áðurSmile .

Framundan....

Við hitum upp fyrir þjóðhátíðina hjá Árna vini okkar á Útlaganum á Flúðum fimmtudagskvöldið 31. júlí.

Annars er dagskrá næstu daga svohljóðandi:

Verslunarmannahelgin (laugardagur og sunnudagur): Eyjar

Laugardagur 9. ágúst: Valaskjálf, Egilsstöðum

Laugardagur 16. ágúst: Íþróttahúsið í Hveragerði

Laugardagur 30. ágúst: Sandgerðisdagar

Góða skemmtunHeart


Afmælisbörn dagsins eru Mick Jagger, Sigga Beinteins o.fl.

Þegar þetta er ritað situr Sævar sveittur á suðrænni sólarströnd og fagnar fimmta þrítugsafmæli sínu. Hann lengi lifi; HÚRRA, HÚRRA, HÚRRA, HÚRRA!

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband