Færsluflokkur: Bloggar
11.4.2008 | 01:19
Hópferð á hestamannaball í Danmörku!
Iceland Express og Hestafréttir bjóða upp á hópferð á Gangarts Cup í Danmörku laugardaginn 26.apríl, en það er hestamannamót sem lýkur með alvöru íslensku sveitaballi, - eins og við höfum áður minnst á hér á síðunni.
Ferðin kostar 64,900 og innifalið er flug fram og til baka, rúta frá Kaupmannahöfn á mótssvæðið (sem er rétt hjá Århus) og til baka, gisting í 2 nætur (1 í Köben og 1 í Århus) og síðast en ekki síst íslensk fararstjórn, en það er enginn annar en folinn Fjölnir Þorgeirsson sem mun stýra þessari ferð af sinni alkunnu snilld!
Nánari upplýsingar eru á vef Express ferða: http://www.expressferdir.is/viewtrip.php?idt=843
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.4.2008 | 10:46
Hlustendaverðlaun FM 957
Þá er komið að tónlistarverðlaunahátíð ársins og að þessu sinni erum við tilnefndir í nokkrum flokkum - Bandið hefur komið fram á þessari hátíð frá upphafi og skemmt okkur og öðrum :)
Við höfum í gegnum tíðina frumflutt lög eins og "Vertu hjá mér", "Spenntur" og "Langt fram á nótt" auk þess sem Sævar stal senunni eitt árið með Karate kennslu :)-
Endilega kjósið ykkar favorite á www.Fm957.is
Góðar stundir
Magni
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
1.4.2008 | 19:56
Austfirðingaball á Players
Laugardaginn 12. apríl nk. verður Austfirðingaball á Players í Kópavogi - Þar kemur Á móti sól fram ásamt fleiri atriðum sem eiga það öll sameiginlegt að vera að Austan :)
Hlakka til að sjá ykkur öll!
Magni
Bloggar | Breytt 2.4.2008 kl. 20:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.3.2008 | 13:08
Hestamannaball í Danmörku
Hestamenn eru margir hverjir stórhuga og duglegir að koma hlutum í verk. Nokkra slíka er að finna í nágrenni Århus í Danmörku, en þar hafa þeir byggt upp einhverskonar meistaramót íslenska hestsins og kalla fyrirbærið Gangarts Cup. Lokahátíð þessarar keppni verður með glæsilegasta móti þetta árið, og lýkur með alvöru hestamannaballi að íslenskum sið! Og hverjir spila? Jú auðvitað við félagarnir.
Lokahátíðin verður haldin laugardaginn 26.apríl og það er engin skylda að mæta á mótið. Hægt er að kaupa miða eingöngu á ballið ef menn vilja. Allar nánari upplýsingar er að finna á þessari síðu: www.gangartscup.dk
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.3.2008 | 15:40
Takk fyrir okkur!
Þá erum við komnir heim úr virkilega vel heppnuðum páskatúr. Böllin voru öll rosalega skemmtileg og við viljum þakka öllum gestum okkar fyrir frábæra skemmtun. Eins viljum við þakka Coca cola og Rás 2 fyrir gott samstarf.
Hér til hliðar má sjá stutt myndbrot af stemmningunni á hverjum stað.
Gleðilega páska öllsömul, sjáumst fljótlega aftur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.3.2008 | 17:54
Elma Valgerður fékk óvænta heimsókn
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.3.2008 | 11:38
Páskarnir part 1
Selfyssingar, nærsveitungar, gamlir og nýjir vinir fjölmenntu á stórkostlegan páskadansleik í Hvíta húsinu á miðvikudaginn.
Hitinn og svitinn var allsráðandi og er það mál manna innan sveitarinnar að þakið hafi a.m.k. farið að losna í mestu gleðinni - Takk fyrir það!
Og þá er komið að næstu orrustu - við sitjum núna í frábæru yfirliði í Valhöll á Eskifirði og horfum á crewið okkar bera inn dótið - Klukkan tvö verðum við með smá húllum hæ í Oddskarði og í kvöld er síðan komið að dansleiknum! Við hlökkum afskaplega mikið til! Sjáumst í kvöld
Strákarnir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.3.2008 | 14:31
Páskatúrinn, getraun og allt!
Jæja, þá er komið að því. Í dag leggjum við af stað í okkar árlega páskatúr. Með í för verða Rás 2 og Coca Cola.
Miðvikudagur 19.mars - Hvíta húsið, Selfossi
Fimmtudagur 20.mars - Uppákoma á skíðasvæðinu í Oddskarði
Föstudagur 21.mars - Valhöll, Eskifirði
Laugardagur 22.mars - Félagsheimilið, Blönduósi.
Rás 2 býður hlustendum sínum á þessum stöðum að taka þátt í léttum leik í tengslum við túrinn. Ef þú svarar 2 laufléttum spurningum um okkur strákana þá áttu möguleika á að fá óvænta heimsókn um páskana!
Spurningarnar eru:
1. Hverjir skipa hljómsveitina Á móti sól
2. Hvar spilar hljómsveitin um páskana?
3. Hvað er uppáhaldslagið þitt með Á móti sól?
Svör á að senda á amotisol@amotisol.is Athugið að láta fullt nafn og heimilisfang fylgja. Helst gsm númer líka. Ef þú verður dregin/n út mætum við á tröppurnar hjá þér um páskana og tökum uppáhaldslagið þitt!
Gleðilega páska - Á móti sól
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.3.2008 | 09:45
ÁMS frestar dansleik
Það er okkur í hljómsveitinni Á móti sól afar þungbært að þurfa að tilkynna að fyrirhugaður páskadansleikur okkar á Breiðinni fellur niður.
Ástæðan er sú að ástand hússins er vægast sagt ömurlegt. Við bókuðum páskaballið með góðum fyrirvara hjá núverandi rekstraraðilum hússins, en fyrir nokkrum dögum tilkynntu þeir okkur að þeir væru hættir dansleikjahaldi, en okkur væri velkomið að leigja húsið. Við tókum því fegins hendi, enda finnst okkur ómissandi hluti af hátíðahaldi um páskana að spila á Skaganum! En þegar við skoðuðum húsið, með aðstoð góðra vina okkar hér í bænum, runnu á okkur tvær grímur. Óþrifnaður og hreinn og klár viðbjóður blasti við, og alveg ljóst að slíkt væri ekki fólki bjóðandi. Klósett brotin, teppi mygluð, parketið á dansgólfinu orðið svo undið og bólgið að slysahætta stafar af o.s.frv.
Við höfum undanfarna daga reynt allt sem í okkar valdi stendur til að reyna að koma staðnum í danshæft ástand, en þar sem enginn vilji er fyrir slíku - hvorki hjá eigendum né rekstraraðilum staðarins - af ástæðum sem of langt mál er að telja upp hér, verðum við því miður að játa okkur sigraða. Við vonumst til að sjá ykkur síðar og óskum þess að þið eigið öll gleðilega páska.
Virðingarfyllst, hljómsveitin Á móti sól.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
9.3.2008 | 13:15
Páskatúrinn
Jæja þá er frábær helgi að baki. Við þökkum krökkunum á Samfés, Kópavogsbúum og Laugvetningum fyrir góða skemmtun. Nú ætlum við að hvíla okkur fram að páskatúrnum, sem hefst eftir rúma viku.
Dagskráin verður svona:
Miðvikudagurinn 19.mars - Hvíta Húsið, Selfossi
Fimmtudagur 20.mars - Austfirsku alparnir, uppákoma í Oddskarði
Föstudagur 21.mars - Valhöll, Eskifirði
Laugardagur 22.mars - Félagsheimilið, Blönduósi
Með í för verða Rás 2 og Coca Cola.
Sjáumst
Heimir
Bloggar | Breytt 17.3.2008 kl. 12:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)