Players á föstudaginn

Við verðum á Players, Kópavogi föstudagskvöldið 14. nóvember. Þetta er fyrsta ball okkar í tæpa 2 mánuði, en eins og kunnugt er þurfti söngspíran okkar Magni Ásgeirsson að gangast undir lítilsháttar magaaðgerð í haust og var í framhaldi af því ráðlagt að hvíla raddböndin í góða stund. Það er því alveg ljóst að við komum endurnærðir og spilasjúkir til leiks á föstudaginn! 

Sérstakir gestir okkar verða nágrannar okkar í hljómsveitinni Hitakútur frá Hveragerði, en þeir drengir munu taka nokkur lög, m.a. Kaffilagið, sem hefur vakið mikla athygli undanfarnar vikur.

Góða skemmtun. 

Players á föstudaginn!

Þar verðum við! Jibbí!


Fésbókin

þar erum við

 

http://www.facebook.com/pages/A-moti-sol/38400220123 


Logi í beinni...


Logi í beinni í kvöld

Við verðum í beinni hjá Loga í kvöld - tune in :)=

Lag vikunnar á Tónlist.is

Nýja lagið okkar, Sé þig seinna, er lag vikunnar á www.tonlist.is Gaman að segja frá því.

Það er líka gaman að segja frá því að það hafa orðið sögulegar sættir milli okkar og tónlistar punkts is, þannig að nú er hægt að nálgast flest okkar lög þar inni, eftir tæplega tveggja ára hlé.

Njótið heil Smile


Nýja lagið...

...er komið í tónlistarspilarann hér til vinstri. Njótið heil.

Nýtt lag

Á morgun, fimmtudaginn 16. október, er komið að því að við sendum frá okkur nýtt lag.
Lagið heitir Sé þig seinna og er heldur léttara en síðustu 2 lög okkar, enda ekki við hæfi á þeim erfiðu tímum sem yfir þjóðina ganga um þessar mundir að drekkja þjóðinni í tregafullum ástarsöngvum (sjá tilskipun G.Hårde nr. 666 um tilfinningaþrungnar tregablúsballöður).
Lagið er eftir Heimi og höfundurinn sjálfur mun á morgun gera sér ferð til höfuðborgarinnar þar sem lagið verður frumflutt í þætti Ívars Guðmundssonar á Bylgjunni, en hefð hefur skapast fyrir því að Ívar frumflytji lög hljómsveitarinnar.
Frá og með morgundeginum má heyra lagið hér á síðunni og væntanlega einnig inn á www.tonlist.is   
Lagið var tekið upp í Lundgård studios í Danmörku í júní og júlí og Sýrlandi í september og október. Hljóðblandað í Stúdíó Sýrlandi.
Stjórn upptöku annaðist Baldvin A B Aalen.

Nýtt lag á leiðinni

Við strákarnir erum ekki orðnir ríkisreknir þvert á móti erum við að leggja lokahönd á nýtt lag sem verður frumflutt í næstu viku - fylgist með síðunni fyrir nánari upplýsingar :)

Vegna ástandsins á gjaldeyrismörkuðum

Við strákarnir megum missa úr máltíð.

 

Kveðja strákarnir ykkar 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband