Players á föstudaginn

Við verðum til sýnis á Players, Kópavogi föstudaginn 6. febrúar. Sjáumst Smile

2009

Kæru vinir og hinir!

 

Til hamingju með nýtt ár 2009. Gamla árið var fínt fyrir okkur, Árin, Til þín og Sé þig seinna. Á nýju ári koma ný lög og ný plata. Ljómandi verður gaman þá.

 

ÁMS


Valaskjálf á 2. í jólum

Við verðum á Egilsstöðum föstudaginn 26. desember, 2. í jólum. Nánar tiltekið í Hótel Valaskjálf.

Ljómandi verður gaman þáSmile


Hvíta Húsið Selfossi

Hljómsveitin leikur í Hvíta Húsinu Selfossi næstkomandi laugardag, 13. desember.

Hvíta Húsið Selfossi

Hljómsveitin leikur í Hvíta húsinu Selfossi næstkomandi laugardagskvöld, 13. desember.

Players í kvöld

Við verðum á Players í kvöld, þrátt fyrir eldsvoðann í gær.

Það kviknaði víst í Players í gær en það breytir því ekki að við verðum með ball þar í kvöld. Dugnaðurinn í þessum mönnum er þvílíkur að þeir náðu að opna staðinn aftur í gærkvöldi, með nýju parketi og allez! Sjálfsagt hefur staðurinn aldrei verið flottari - sjáumst Smile

Þess má geta að þeir sem mæta með mynd af Gunnari Birgissyni í vasanum fá óvæntan glaðning.

gunnar_large1


Sé þig seinna gerir það gott

Sé þig seinna er komið í 2. sæti á Lagalista Félags hljómplötuframleiðenda, sem mælir spilun á öllum helstu útvarpsstöðvum landsins.

Takk fyrir það Smile.

Við tökum það örugglega á Players á laugardaginn.


Players á laugardaginn

Við verðum á Players n.k. laugardagskvöld, 6. des. Ljómandi verður gaman þá Smile.

Svo verðum við á Hvíta Húsinu 13. des og í Valaskjálf á Egilsstöðum á 2. í jólum.

Gaman að segja frá því. 


Eldhúsverkin

Við verðum þess heiðurs aðnjótandi að spila á Eldhúspartýi FM957 á Oliver í kvöld! Hægt er að vinna miða á FM.
Þess má geta að við höfum spilað á kemilíkum atburðum 4 eða 5 sinnum ( man þetta ekki alveg ) og þetta hefur alltaf verið mjööög gaman :)

Nánar á Fésbókinni okkar...

Magni


Óskalög á Players

Við erum búnir að vera svo hrikalega duglegir að æfa í fríinu að við getum hreinlega ekki beðið eftir því að spila á föstudaginn. Við viljum vekja athygli ykkar á tvennu:

1. Hlustiði á Bylgjuna í vikunni, eins og alltaf, hver veit nema þeir gefi einhverja miða.

2. Hér á síðunni getið þið komið á framfæri óskalögum sem þið viljið heyra á föstudaginn Smile.

Jibbíi!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband