Næsta helgi

Laugardagskvöldið 11. júlí rætist gamall draumur okkar strákanna, þegar við spilum í hinu fornfræga húsi Ýdölum í Þingeyjarsýslu í fyrsta sinn. Ýdalir eru eitt merkilegasta sveitaballahús sögunnar og við hlökkum gífurlega til að spila þar. Þetta verður alvöru sveitaball af gamla skólanum, 16 ára aldurstakmark, flaskan í poka o.s.frv. Þetta verður geggjað Smile.

Ingó og Veðurguðirnir verða með okkur á þessu balli og FM957 sér um að kynna kvikindið, gefa miða o.s.frv.

Á leiðinni norður stoppum við á Sauðárkróki, þar sem við verðum með ball hjá Sigga Dodda á Mælifelli. Síðan munum við spila nokkur lög fyrir Landsmótsgesti á Akureyri fyrripart laugardagskvöldsins, áður en við þeysumst í Ýdali.

Sjáumst Smile

Að lokum er rétt að þakka Bolvíkingum fyrir frábærar móttökur, en við spiluðum þar í gær, á Markaðsdagaballi. Það var virkilega gaman, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.

dsc01409.jpg

 

 

 

 

 

 

 

Takk fyrir okkur

 

 


Næst á dagskrá

Næst á dagskrá hjá okkur félögunum er að skemmta á Markaðsdögum í Bolungarvík laugardaginn 4. júlí. Við verðum með ball í Félagsheimilinu á staðnum og komum líka fram á einhverri útiskemmtun.

Það eru orðin nokkur ár síðan við komum vestur síðast og við hlökkum mikið til að hitta Bolvíkinga, Ísfirðinga og alla hina sem mæta á balliðSmile. Sjáumst.


Ef þú ert ein

Eins og mörg ykkar vita nú þegar frumfluttum við nýtt lag í gær. Lagið heitir Ef þú ert ein og er drulluskemmtilegt Cool. Núna er hægt að hlusta á það hér á síðunni. Gleðilegt sumar! 

P.s. Sjáumst svo í Keflavík á laugardagskvöldið.


Nýtt lag

Á morgun, fimmtudag, frumflytjum við fimmta lagið af væntanlegri plötu okkar. Lagið heitir Ef þú ert ein og er eftir Heimi hljómborðsleikara. Að venju verður lagið frumflutt hjá Ívari Guðmundssyni á Bylgjunni.

Það má heldur ekki gleyma því að við verðum að spila á Glóðinni, Keflavík, á laugardagskvöldið Smile.


Keflavík á laugardaginn

Við verðum á Glóðinni, Keflavík laugardagskvöldið 20. júní. Sjáumst þar:-).

Gefðu mér grásleppu

Hljómsveitirnar Á móti sól og Buff gerðu sér lítið fyrir og tóku upp gamla íslenska slagarann Gefðu mér grásleppu á dögunum. Það er í sjálfu sér merkilegt, en sagan er ennþá merkilegri fyrir þær sakir að lagið var að langmestu leyti tekið upp í rútu á leiðinni norður í land um Hvítasunnuhelgina! Hægt er að hlusta á lagið í spilaranum hér til hliðar.

Lagið var frumflutt í útvarpi í dag og það er gaman að geta þess að á morgun, laugardag, leggja þessi vinabönd upp í aðra rútuferð norður í land, en að þessu sinni er ferðinni heitið á Blönduós þar sem við verðum með sveitaball af gamla skólanum í Félagsheimili staðarins. Sjáumst þar Smile.


Grundarfjörður!

Við verðum á sjómannadansleik í Félagsheimilinu, Grundarfirði á laugardaginn (6. júní). Við lofum svakalegri stemmningu, 2000 kall inn og bara gaman. Sjáumst!


Players á laugardaginn

Við verðum á Players laugardaginn 18. apríl. Þetta verður síðasta ball sveitarinnar í bili á höfuðborgarsvæðinu og ekki víst að við látum sjá okkur aftur í Kópavogi fyrr en næsta haust. Nú fer sumarvertíðin nefnilega að byrja og þá er líklegt að við strákarnir verðum meira úti á landi en í borginni. Við lofum frábærri skemmtun á laugardaginn, enda alltaf rosalega gaman að skemmta Kópavogsbúum og þeirra gestum. Ekki er heldur loku fyrir það skotið að einhver góður gestur muni taka 1-2 lög með okkur, en því miður er ekki hægt að gefa neitt upp um það strax.

 Sjáumst á Players á laugardaginn.


PÁSKATÚR

Þá er enn og aftur komið að Páskatúr Á móti sól :)

 

Miðvikudagur 8.apríl - Hvíta húsið Selfossi

Föstudagur 10.apríl - Félagsheimilið  -Húsavík

Laugardaginn 11.apríl - Valaskjálf - Egilsstöðum

Sunnudaginn 12.apríl - Vélsmiðjan - Akureyri

Gleðilega páska - sjáumst á balli :) 


Nýja lagið!

Er komið í spilarann hér til hliðar...

Sjáumst í Eyjum á morgun.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband