Gefðu mér grásleppu

Hljómsveitirnar Á móti sól og Buff gerðu sér lítið fyrir og tóku upp gamla íslenska slagarann Gefðu mér grásleppu á dögunum. Það er í sjálfu sér merkilegt, en sagan er ennþá merkilegri fyrir þær sakir að lagið var að langmestu leyti tekið upp í rútu á leiðinni norður í land um Hvítasunnuhelgina! Hægt er að hlusta á lagið í spilaranum hér til hliðar.

Lagið var frumflutt í útvarpi í dag og það er gaman að geta þess að á morgun, laugardag, leggja þessi vinabönd upp í aðra rútuferð norður í land, en að þessu sinni er ferðinni heitið á Blönduós þar sem við verðum með sveitaball af gamla skólanum í Félagsheimili staðarins. Sjáumst þar Smile.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband