Nýtt lag

Á morgun, fimmtudaginn 16. október, er komið að því að við sendum frá okkur nýtt lag.
Lagið heitir Sé þig seinna og er heldur léttara en síðustu 2 lög okkar, enda ekki við hæfi á þeim erfiðu tímum sem yfir þjóðina ganga um þessar mundir að drekkja þjóðinni í tregafullum ástarsöngvum (sjá tilskipun G.Hårde nr. 666 um tilfinningaþrungnar tregablúsballöður).
Lagið er eftir Heimi og höfundurinn sjálfur mun á morgun gera sér ferð til höfuðborgarinnar þar sem lagið verður frumflutt í þætti Ívars Guðmundssonar á Bylgjunni, en hefð hefur skapast fyrir því að Ívar frumflytji lög hljómsveitarinnar.
Frá og með morgundeginum má heyra lagið hér á síðunni og væntanlega einnig inn á www.tonlist.is   
Lagið var tekið upp í Lundgård studios í Danmörku í júní og júlí og Sýrlandi í september og október. Hljóðblandað í Stúdíó Sýrlandi.
Stjórn upptöku annaðist Baldvin A B Aalen.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband