Verslunarmannahelgin

Við munum sveima um Suðurlandið um verslunarmannahelgina. Dagskráin verður sem hér segir:

Fimmtudagur 30. júlí: Útlaginn, Flúðum. 

Föstudagur 31. júlí: Útlaginn, Flúðum.

Laugardagur 1. ágúst: Félagsheimilið Kirkjuhvoll, Kirkjubæjarklaustri. ATH. 16 ára aldurstakmark er á ballið á Klaustri.

Þetta verður í annað skiptið í sumar sem við spilum hjá meistara Árna á Flúðum, en fyrir stuttu síðan slógum við ookkar eigin aðsóknarmet á Útlaganum - á stórskemmtilegu balli þar sem Hemmi Gunn, Raggi Bjarna og Þorgeir Ástvaldsson voru sérstakir gestir okkar.

Þetta verður síðan í annað skiptið frá upphafi sem við spilum á Kirkjubæjarklaustri, en þar spiluðum við í fyrsta sinn um verslunarmannahelgina 2005. Við hlökkum mikið til að koma aftur á Klaustur.

Góða helgi Smile

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er ávalt stuð á Klaustri sko...en við vorum að spá hvað kostar inn hjá ykkur félögum ;)

Herdís og Henný (IP-tala skráð) 29.7.2009 kl. 15:16

2 Smámynd: Á móti sól

Það kostar litlar 2500 krónur. Og auðvitað er díllinn þannig að þetta er flöskuball, þannig að þið getið komið með ykkar eigin vín:-). Ef þið eruð eitthvað fyrir svoleiðis. Sjáumst

Á móti sól, 29.7.2009 kl. 23:10

3 identicon

Yndislegt, yndislegt!! Getum ekki sagt að við hötum vínið, hvað þá flöskuböll ;)

Herdís og Henný (IP-tala skráð) 30.7.2009 kl. 23:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband