5.7.2009 | 17:31
Næsta helgi
Laugardagskvöldið 11. júlí rætist gamall draumur okkar strákanna, þegar við spilum í hinu fornfræga húsi Ýdölum í Þingeyjarsýslu í fyrsta sinn. Ýdalir eru eitt merkilegasta sveitaballahús sögunnar og við hlökkum gífurlega til að spila þar. Þetta verður alvöru sveitaball af gamla skólanum, 16 ára aldurstakmark, flaskan í poka o.s.frv. Þetta verður geggjað .
Ingó og Veðurguðirnir verða með okkur á þessu balli og FM957 sér um að kynna kvikindið, gefa miða o.s.frv.
Á leiðinni norður stoppum við á Sauðárkróki, þar sem við verðum með ball hjá Sigga Dodda á Mælifelli. Síðan munum við spila nokkur lög fyrir Landsmótsgesti á Akureyri fyrripart laugardagskvöldsins, áður en við þeysumst í Ýdali.
Sjáumst
Að lokum er rétt að þakka Bolvíkingum fyrir frábærar móttökur, en við spiluðum þar í gær, á Markaðsdagaballi. Það var virkilega gaman, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.
Takk fyrir okkur
Athugasemdir
Þið voruð geggjaðir í gær
Sigríður (IP-tala skráð) 5.7.2009 kl. 23:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.