Players á föstudaginn

Við verðum á Players, Kópavogi föstudagskvöldið 14. nóvember. Þetta er fyrsta ball okkar í tæpa 2 mánuði, en eins og kunnugt er þurfti söngspíran okkar Magni Ásgeirsson að gangast undir lítilsháttar magaaðgerð í haust og var í framhaldi af því ráðlagt að hvíla raddböndin í góða stund. Það er því alveg ljóst að við komum endurnærðir og spilasjúkir til leiks á föstudaginn! 

Sérstakir gestir okkar verða nágrannar okkar í hljómsveitinni Hitakútur frá Hveragerði, en þeir drengir munu taka nokkur lög, m.a. Kaffilagið, sem hefur vakið mikla athygli undanfarnar vikur.

Góða skemmtun. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sælir snillingar...

 ...var á bloggrúntinum...greinilega allt of langt síðan maður kíkti hingað:)

Ef maður hefði lesið þetta þá hefðum við pottþétt tekið Kaffilagið... núna fatta ég afhverju Biggi var svona skrýtinn á svipinn þegar við gengum af sviðinu og kallaði... afhverju tókuð þið ekki Kaffilagið?!

Þýðir bara að maður verður að vera duglegri að kíkja hingað:)

Erum annars til í að endurtaka þetta hvenær sem er...

besta kveðja,

Grjóni hitakútur

grjóni (IP-tala skráð) 25.11.2008 kl. 15:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband