25.8.2008 | 23:59
Sögulegt ball í Sandgerði
Á laugardaginn spilum við á balli í samkomuhúsinu í Sandgerði, en ballið er liður í Sandgerðisdögum sem er árleg stórhátíð Sandgerðinga og nærsveitunga. Sandgerði er nú enginn smáhreppur, með Flugstöð Leifs Eiríkssonar í frontinum og þar af leiðandi helstu þjóðir heims sem nágranna. Það má því búast við fjölmenni í samkomuhúsinu á laugardaginn og líklega hægt að gera margt vitlausara en að tryggja sér miða á mannfagnað þennan í forsölu, en forsala aðgöngumiða fer fram í Listatorgi, Sandgerði. Miðaverð er 2000 krónur og aldurstakmark 20 ár. DJ. Atli hitar mannskapinn upp og niður, eins og honum einum er lagið.
Annars er gaman að segja aftur frá því að þessi dansleikur er sögulegur fyrir þær sakir að það var einmitt í samkomuhúsi Sandgerðinga sem hljómsveitin Á móti sól steig sín fyrstu skref á sveitaballamarkaðnum, í marsmánuði 1996. Þessu hyggjumst við fagna á alla mögulega vegu og getum lofað frábærri skemmtun. Þeir sem geta sannað það með óyggjandi hætti að hafa verið á umræddu balli í marsmánuði 1996 eiga möguleika á að fá frítt inn og ekki er heldur ólíklegt að einhverjir heppnir geti krækt sér í miða á ballið á Bylgjunni, en Bylgjan verður einmitt á staðnum.
Sjáumst í Sandgerði - Nefndin
Athugasemdir
Góða skemmtun. :):)
Ásdís Sigurðardóttir, 26.8.2008 kl. 01:06
Ég var á þessu balli í gamla daga..... Og ætla sko að mæta aftur á þetta
Það var kallinn hann pabbi minn sem bókaði ykkur á ballið 1996...
Fær maður þá miða á ballið eða ?????
Sjáumst hress á laugardagskvöldið
Lilja S. (IP-tala skráð) 28.8.2008 kl. 22:28
Við munum eftir þér, þ.e.a.s. ef þú ert ljóshærð . Við munum samt ennþá betur eftir því hvað pabbi þinn sagði við þig eftir ballið. Þú færð miða, ekki spurning.
Á móti sól, 29.8.2008 kl. 18:37
Ekki er ég alveg að muna hvað pabbi sagði við mig eftir ballið, þið segið mér það bara í kvöld...... Sjáumst hress
Kv. Lilja
Lilja S. (IP-tala skráð) 30.8.2008 kl. 11:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.