Sandgerðisdagar 30. ágúst

...eru næstir á dagskrá hjá okkur. Þá verðum við með ball í Félagsheimilinu í Sandgerði, en það er gaman að segja frá því að einmitt í því húsi kom hljómsveitin í fyrsta skipti fram opinberlega! Síðan eru liðin rúm 12 ár Smile. Við munum fagna því á alla mögulega vegu.

Við vitum til þess að það sé einhver forsala í gangi, eða um það bil að fara í gang, en erum ekki með á hreinu hvar hún er. Það eina sem við vitum er að það verður hægt að vinna örfáa miða á ballið á Bylgjunni og það verður alveg hrikalega gaman. Sjáumst!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Hey! Ég og mín hljómsveit verðum einmitt að spila á Pizza-og skemmtistaðnum Mamma Mia, sem er í um 400 metra fjarlægð frá félagsheimilinu...

Ingvar Valgeirsson, 19.8.2008 kl. 17:09

2 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Það er gaman að því. Og líka því að á þessum sama pizza- og skemmtistað snæddum við líklega fyrir umrætt ball! Reyndar, þegar ég fer að hugsa það betur, þá var það líklega fyrir eitthvað allt annað ball. En þetta er samt sem áður allt skemmtilegt á einn eða annan hátt.

Við sjáumst allavega í Sandgerði kallinn .

Heimir Eyvindarson, 20.8.2008 kl. 00:16

3 identicon

Forsala fyrir ballið 30 ágúst, er í Gallerý Listatorgi, Vitatorgi í Sandgerði

Jóhanna (IP-tala skráð) 22.8.2008 kl. 20:41

4 Smámynd: Á móti sól

Takk fyrir þetta Jóhanna

Á móti sól, 25.8.2008 kl. 23:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband