1.7.2008 | 16:21
Danmörk - Tirsdag
Þá er Týsdagur runninn upp á Jótlandi, sem og á flestum stöðum í heiminum. Dagurinn hefur farið vel í okkur, sumir hafa verið hressir án þess að gera neitt, aðrir hafa verið gríðarhressir og gert helling. Það er nú það. Nú er komið að fjórða þætti í þættinum indkig-indkig, og nú er komið að því að skoða aðalatriðið, þ.e.a.s. stúdíóið sjálft. Við erum í stúdíó 1 sem er eitt fullkomnasta stúdíó í Skandinavíu allri, en til gamans (og monts) má geta þess að Johnny Logan vinnur í stúdíói 2. Hehehe. Nú er klukkan orðin hálfsjö hjá okkur og farið að styttast í aftensmad.
Hér til hliðar er kominn fjórði þáttur í indkig-indkig.
Njótið.
Athugasemdir
Skemmtilegir þessir indkig-indkig þættir... :) Og ekkert smá flott aðstaða í þessu stúdíói. Hlakka til að sjá bakvið tjöldin hjá Bigga :)
Hilsen frá Héraði.
Inga (IP-tala skráð) 1.7.2008 kl. 21:55
Heimir!
Harði diskurinn þinn rataði á blaðsíðu 24 stunda í dag :)
Inga (IP-tala skráð) 2.7.2008 kl. 18:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.