Danmörk - Mánudagur

Viðburðaríkur mánudagur hér á Jótlandi er nú að kveldi kominn. Ó já. Dagurinn í dag hefur farið í eitt og annnað; Heimir og Sævar fóru í innkaupaferð til Kolding í morgun, m.a. að kaupa harðan disk í tölvuna hans Heimis sem gafst upp á látunum hér ytra í gær. Baldvin kom síðan tölvunni í gagnið af sinni alkunnu snilld, milli þess sem hann stjórnaði upptökum á bassa, gítar og Rhodes-píanói.

Matseðill dagsins var sem hér segir:

Morgunmatur: Rúnstykki, ostar, skinka, salami og allskonar dót.

Hádegismatur: Hlaðborð að hætti hússins; smörrebröd, pylsur og fleira gott.

Kvöldmatur: Purusteik með öllu tilheyrandi.

Eins og sjá má á þessari upptalningu hefur ekki væst um okkur í dag, frekar en hina dagana. Til að undirstrika það hvað við höfum það gott hérna eru nú komnir inn á síðuna tveir næstu þættirnir okkar í Innlit-innlit, eða indkig-indkig eins og við kjósum að kalla það. Það eru semsagt 2 nýjustu myndböndin á síðunni.

Venlig hilsen, Pia Nielsen.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband