24.6.2008 | 23:07
Danmörk
Þegar þetta er ritað sitjum við í Lundgaard studio á Jótlandi og gerum okkur klára fyrir upptökutörn næstu daga. Við verðum hér fram í miðja næstu viku að taka upp efni á plötuna okkar, sem við stefnum á að komi út 9.nóvember. Á morgun munum við klára að mixa nýtt lag sem við sendum frá okkur í lok vikunnar.
Það er gaman að segja frá því að "Íslandsvinurinn" Johnny Logan er líka að vinna hérna. Hann var að skreiðast í háttinn, eftir mikla sögustund. Stórskemmtilegur náungi.
Við ætlum að reyna að vera duglegir að blogga meðan við erum hérna, jafnvel setjum við eitthvað hljóð- og myndefni inn. Þið verðið vonandi dugleg að fylgjast með.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.