Upptökur - NASA - Danmörk

Það er ekki hægt að segja að við sitjum aðgerðalausir eins og ráðamenn þjóðarinnar þessa dagana.

Við erum búnir að eyða síðustu dögum í stúdíói við að taka upp næsta "singul" eða næsta lag í spilun og fer afraksturinn vonandi í spilun í næstu viku. 

- n.k. mánudagskvöld fer bandið síðan í víking til Danaveldis til að taka upp næstu breiðskífu okkar - þá 8? í röðinni. Vonum við að gengi okkar verði betra en krónunnar og að við komum heim með masterpís.

Þess má geta að það er planið sem lagt er upp með...

...reyndar lögðu Svíar líka upp með að vinna EM en okkar plan er aðeins hófstilltara...

 Sjáumst síðan á NASA annað kvöld! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eiríkur Harðarson

Hvernig er það er ekki möguleiki að þið takið mig með á NASA?

Eiríkur Harðarson, 20.6.2008 kl. 20:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband