Takk fyrir þetta skrall

Sælt veri fólkið, við viljum þakka þeim fjölmörgu sem skemmtu sér með okkur þessa helgi. Á Grundarfirði fórum við í hina klassísku grillveislu The Jobbas, sem var glæsileg að vanda. Skötuselurinn sem aldrei fyrr.  Þúsund þakkir Steini og fjölskylda.

Eins viljum við þakka krökkunum í Borgarnesi(Óðal) fyrir frábæra skemmtun flottir krakkar með stuð í hjarta.

Þeir fjölmörgu sem voru mættir á sjóarann síkáta(sífulla) takk fyrir skemmtilegan rússíbana.  

En fyrst og síðast maður helgarinnar Herra GSS '87 Steinar Erlingsson. Blikandi stjarna, ég vona að Heimir setji inn (á þetta blogsetur) myndbandið af leikþætti Steinars, "Gunnar í Byrginu tekur þátt í leiksýningu". Þó svo að Brigir Örn sé starfsmaður mánaðarins dag eftir dag, þá stal Steinar endurtekið senunni þessa helgi.

 

En að alvarlegri málum, þú sem stalst Trabbanum af gítarmagnaranum á Players, það er eins gott fyrir þig að fara að skila honum. Þú getur haft sambandi við mig í gegnum athugasemdakerfi þessarar síðu. Skilaðu Trabantinum! Ég þekki mann sem þekkir Einar Ágúst og hann þekkir menn sem geta...

Í guðsbænum skilaðu trabbanum, Heimir gaf mér hann og hann er mér mjög kær. Ég veit að Birgir Örn hefur misst úr svefn vegna þessa. 

Sævar 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og míns var fjarri góðu gamni!!!  

Inga (IP-tala skráð) 2.6.2008 kl. 19:51

2 Smámynd: Heimir Eyvindarson

....en þú varst heilmikið í umræðunni

Heimir Eyvindarson, 2.6.2008 kl. 20:19

3 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Ég þekki líka menn sem geta...

Hvað er Trabantinn og af hverju er einhver svo vondur að stela honum?

Ingvar Valgeirsson, 5.6.2008 kl. 11:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband