Hestamannaball í Danmörku

Hestamenn eru margir hverjir stórhuga og duglegir að koma hlutum í verk. Nokkra slíka er að finna í nágrenni Århus í Danmörku, en þar hafa þeir byggt upp einhverskonar meistaramót íslenska hestsins og kalla fyrirbærið Gangarts Cup. Lokahátíð þessarar keppni verður með glæsilegasta móti þetta árið, og lýkur með alvöru hestamannaballi að íslenskum sið! Og hverjir spila? Jú auðvitað við félagarnirCool.

Lokahátíðin verður haldin laugardaginn 26.apríl og það er engin skylda að mæta á mótið. Hægt er að kaupa miða eingöngu á ballið ef menn vilja. Allar nánari upplýsingar er að finna á þessari síðu: www.gangartscup.dk

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hvernig er það? ætliði ekkert að fara að láta sjá ykkur nálægt kaupmannahöfninni? nenni ómögulega alltaf að vera að fara til århus;)

Bryndís (IP-tala skráð) 29.3.2008 kl. 16:58

2 Smámynd: Á móti sól

Hæ Bryndís. Jú við vorum nú einmitt að spá í að spila einhversstaðar í Köben á fimmtudagskvöldinu (24.apríl)........veistu um einhvern stað?

Á móti sól, 29.3.2008 kl. 17:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband