ÁMS frestar dansleik

Það er okkur í hljómsveitinni Á móti sól afar þungbært að þurfa að tilkynna að fyrirhugaður páskadansleikur okkar á Breiðinni fellur niður.
Ástæðan er sú að ástand hússins er vægast sagt ömurlegt. Við bókuðum páskaballið með góðum fyrirvara hjá núverandi rekstraraðilum hússins, en fyrir nokkrum dögum tilkynntu þeir okkur að þeir væru hættir dansleikjahaldi, en okkur væri velkomið að leigja húsið. Við tókum því fegins hendi, enda finnst okkur ómissandi hluti af hátíðahaldi um páskana að spila á Skaganum! En þegar við skoðuðum húsið, með aðstoð góðra vina okkar hér í bænum, runnu á okkur tvær grímur. Óþrifnaður og hreinn og klár viðbjóður blasti við, og alveg ljóst að slíkt væri ekki fólki bjóðandi. Klósett brotin, teppi mygluð, parketið á dansgólfinu orðið svo undið og bólgið að slysahætta stafar af o.s.frv.
Við höfum undanfarna daga reynt allt sem í okkar valdi stendur til að reyna að koma staðnum í danshæft ástand, en þar sem enginn vilji er fyrir slíku - hvorki hjá eigendum né rekstraraðilum staðarins - af ástæðum sem of langt mál er að telja upp hér, verðum við því miður að játa okkur sigraða. Við vonumst til að sjá ykkur síðar og óskum þess að þið eigið öll gleðilega páska.

Virðingarfyllst, hljómsveitin Á móti sól.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er alveg ótrúlegt að í 6.000 manna bæjarfélagi, að það skuli ekki vera almennilegur dansleikjastaður. Það er einn pöbb hérna, já einn, og þar er rétt pláss fyrir geislaspilara. Vona að húsnæðiskostur bæjarins komist í lag svo þið getið spilað hérna fljótlega. Sjáumst

erla mín (IP-tala skráð) 18.3.2008 kl. 11:47

2 identicon

Það er alveg synd að það sé búið að fara svona með þennan stað, eins og það hefur verið massa gaman að fara á böll þarna.

Það er nú ekki við mannfjöldann að sakast hérna þó það sé bara einn bar. Það eru bara ekki fleiri hérna sem sjá sér fært um að halda úti skemmtistöðum. 

Sólveig (IP-tala skráð) 18.3.2008 kl. 13:04

3 Smámynd: Huldukonan

úff... ógeð.

Huldukonan, 18.3.2008 kl. 21:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband