Færsluflokkur: Bloggar
2.8.2011 | 11:22
Nýtt lag
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.7.2011 | 14:23
Nýtt lag!
Lagið heitir ÉG VEIT EKKI HVAR ÉG ER og er eftir Sævar og Heimi. Ef þið viljið hlusta á lagið þá er bara á klikka á það í spilaranum hérna til vinstri.
Bloggar | Breytt 2.8.2011 kl. 11:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.1.2010 | 17:02
8 fær 4 stjörnur
Þótt við séum í fríi er það okkur sönn ánægja að benda á að hljómplatan 8 fær 4 stjörnur í Mogganum í dag. Takk fyrir það
Arnar Eggert Thoroddsen lætur þess einnig getið að hann vonist til að við verðum ekki lengi í fríi. Við sjáum til
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.1.2010 | 19:53
Ég fer í fríið
Við erum komnir í frí um óákveðinn tíma. Við látum ykkur vita ef við byrjum aftur.
Takk fyrir ánægjulega samfylgd til þessa, sjáumst vonandi síðar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.11.2009 | 00:35
Platan kemur út á fimmtudaginn!
Nýja platan okkar er komin til landsins og verður formlega gefin út á fimmtudaginn. Platan heitir 8 og er áttunda breiðskífa okkar, frá því við byrjuðum að brasa við plötuútgáfu sumarið 1997 .
Heiti plötunnar vísar auðvitað til fjölda platna sem við höfum gert, en einnig til ýmissa annarra hluta, enda er talan 8 margbrotin. Í japönskum fræðum er talan 8 t.d. tákn um vaxandi happasæld og oft er litið á töluna sem tákn um hið óendanlega og eilífa vináttu - svo fátt eitt sé nefnt sem tengja má við töluna 8.
Platan inniheldur alls 11 lög, öll eftir okkur sjálfa, og fólk ætti að vera farið að þekkja u.þ.b. helming þeirra nú þegar.
Vinna við plötuna hefur staðið yfir allt frá árinu 2006, en fyrsti singullinn fór í spilun í ársbyrjun 2008 og síðan hafa lög af plötunni verið í nokkuð reglulegri útvarpsspilun.
Nú nýverið sendum við frá okkur 6. singulinn af plötunni, en það er lagið Verst að ég er viss, sem hefur fengið mjög góðar viðtökur útvarpshlustenda og hægt er að hlusta á hér í spilaranum til hliðar.
Með plötunni fylgir einnig vönduð 16 síðna lesbók, með textum og fleiri gagnlegum upplýsingum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.10.2009 | 12:13
Akranes í kvöld
Við spilum á Breiðinni, Akranesi í kvöld eftir allt of langt hlé. Satt best að segja munum við ekki hvenær við spiluðum síðast á almennu balli á Breiðinni, en það er allavega allt of langt síðan!
Sjáumst í kvöld!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.10.2009 | 19:26
Nýja lagið komið á síðuna
Nú er hægt að hlusta á nýja lagið okkar í spilaranum hér til hliðar.
Það heitir semsagt Verst að ég er viss og er eftir Heimi Eyvindarson.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
30.9.2009 | 23:21
Nýtt lag
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.9.2009 | 12:33
10 ára afmælisgleði
Í tilefni þess að nú eru 10 ár síðan Magni kom í bandið og fullgerði Á móti sól púsluspilið ætlum við að halda 2 risadansleiki um næstu helgi.
Föstudaginn 11. september spilum við á réttaballi í Árnesi, Gnúpverjahreppi, en það verður síðasta ballið sem haldið verður í því fornfræga húsi.
Laugardaginn 12. september munum við síðan fljúga á Egilsstaði og halda ball í Valaskjálf, en það er við hæfi að við förum austur og þökkum austfirðingum fyrir afnotin af Magna s.l. 10 ár. Við ætlum samt ekki að skila honum, svo það sé á hreinu.
Bylgjan mun gefa 10 miða á dag á ballið í Valaskjálf og hugsanlega verða einhverjir miðar gefnir líka á ballið í Árnesi. Fylgist vel með.
Fyrir þá sem nenna að lesa meira er hér smá söguskýring:
Fyrir 10 árum, eða um miðjan september 1999, plötuðum við Magna, sem þá var heldur síðhærðari en hann er í dag, til að fljúga í bæinn og hitta okkur. Við höfðum þá verið starfandi í tæp 4 ár, gefið út 2 plötur og átt nokkur vinsæl lög (án þess þó að vera orðnir heimsfrægir ) þannig að Magna fannst dálítið til þess koma að við skyldum vera að spá í honum sem framtíðarsöngvara.
Við sóttum hann á flugvöllinn og funduðum síðan á Hard Rock (good times;-), þar sem við áttum inneignarmiða í ómældu magni - sem Einar Bárðarson vinur okkar hafði látið okkur hafa upp í einhverja spilamennsku. Eftir fundinn/matinn keyrðum við á Selfoss þar sem við renndum í nokkur lög og sáum á einu augabragði að Magni væri rétti maðurinn í bandið. Við réðum Magna formlega í bandið þarna um kvöldið og þremur dögum síðar spiluðum við fyrsta ballið okkar í núverandi mynd, réttaball í Hellubíói. Það er því við hæfi að annað afmælisballið okkar nú um helgina sé réttaball .
Í vikunni verður þessum tímamótum okkar gerð nokkur skil á ýmsum stöðum; sjónvarpi, útvarpi, dagblöðum og bloggsíðum. Besti vettvangurinn til að fylgjast með verður líklega þessi ágæta bloggsíða okkar, eða Facebook síðan okkar. Hér munum við setja inn gamlar myndir og ýmis minningabrot.
Takk fyrir 10 árin - sjáumst í Árnesi og Valaskjálf:-).
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.7.2009 | 12:36
Verslunarmannahelgin
Við munum sveima um Suðurlandið um verslunarmannahelgina. Dagskráin verður sem hér segir:
Fimmtudagur 30. júlí: Útlaginn, Flúðum.
Föstudagur 31. júlí: Útlaginn, Flúðum.
Laugardagur 1. ágúst: Félagsheimilið Kirkjuhvoll, Kirkjubæjarklaustri. ATH. 16 ára aldurstakmark er á ballið á Klaustri.
Þetta verður í annað skiptið í sumar sem við spilum hjá meistara Árna á Flúðum, en fyrir stuttu síðan slógum við ookkar eigin aðsóknarmet á Útlaganum - á stórskemmtilegu balli þar sem Hemmi Gunn, Raggi Bjarna og Þorgeir Ástvaldsson voru sérstakir gestir okkar.
Þetta verður síðan í annað skiptið frá upphafi sem við spilum á Kirkjubæjarklaustri, en þar spiluðum við í fyrsta sinn um verslunarmannahelgina 2005. Við hlökkum mikið til að koma aftur á Klaustur.
Góða helgi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)